Friday, June 27, 2014

Sannleikurinn

Dóttir mín lenti í ónáð hjá þjálfaranum sínum og fljótlega varð þetta svona við á móti þeim, við foreldrar hennar og hún að kljást við þjálfarann og stjórnina, sem stóð eins og klettur við bakið á þjálfaranum frá fyrsta degi. Á tyllidögum og út á við er talað um að iðkendur/ nemendur/ börn eigi að njóta vafans og að hagur þeirra skuli hafður í fyrirrúmi en það er bara ekki alltaf þannig í raun. Mjög margir innan greinarinnar í bænum okkar Keflavík vita um þetta mál, stjórnin auðvitað, aðalstjórn félagsins, Íþrótta- og tómstundasvið bæjarins, Barnaverndarnefnd RNB, landssamtök íþróttarinnar og ÍSÍ, sem fékk senda formlega eineltiskæru frá okkur vegna þessa máls. Þrátt fyrir allt var það dóttir mín sem hrökklaðist úr íþróttinni en þjálfarinn starfar enn eins og ekkert hafi í skorist. Hún er ein látin bera alla sök í þessu máli. Það kom aldrei til greina eftir að formleg kæra barst ÍSÍ að þjálfarinn véki úr starfi, (gott betur en það, hann var endurráðinn meðan kæran var í gangi), þar voru hagsmunir meirihlutans og þjálfarans greinilega hafðir að leiðarljósi. Óháður aðili fjallaði um þetta mál og komst að þeirri niðurstöðu að þjálfarinn hefði farið út fyrir sinn ramma í samskiptum og að stjórnin hefði betur tekið á þessu frá hlutlausu sjónarhorni. En af því að það var ekki minnst á einelti eða ekki einelti er bara eins og þjálfarinn hafi ekki gert neitt rangt.

Í tvö ár var dóttir okkar með höfuðverk, magaverk og kvíða fyrir æfingar. Við áttuðum okkur ekki á hvað var í gangi lengi vel en þegar við fengum upplýsingar um að þjálfarinn hefði oftar en einu sinni gert lítið úr henni fyrir framan hópinn fórum við að leggja saman tvo og tvo. Upp úr þessu minntist ég á líðan iðkenda á stjórnarfundi og átti síðan langt spjall við þjálfarann og í kjölfarið fékk ég sendan tölvupóst frá þjálfaranum, 26. 9. 2012, takið sérstaklega eftir þar sem hann minnist á kennara, aðra þjálfara og systkini og hvernig hann lýsir dóttur minni. (ég hef tekið út nöfn og sett XXXX í staðinn)

Hi XXXXX
Thanks for our long chat last night.
I will be preparing some information for you which you have evidently missed from not attending the last two parent meetings. Whilst a member of your family was present it is clear that you have not accurately been informed of the content of the meetings which was all backed up with scientific and high level coach experience evidence and feedback. This programme is not based on thin air but proven to be effective methods.
Moving forwards: 
I want you to ask yourself what YOUR family has done to help this situation, which has now been going on for two years. XXXXX erratic behaviour. As I pointed out last night, consistently every few months, XXXXX exhibits behaviour which can not be termed as ´NORMAL´ behaviour for MOST teenagers. You yourself conceded that the moments I highlighted, of which there were many, would/have not been witnessed in other children. I bring your attention to the point that in every one of these instances that your family has allowed this behaviour and have made excuses to me as to why it was acceptable for XXXXX to behave in this way, further extending the problem. As XXXXX obviously has no boundaries it is clear that whenever she does not get her way, she has a tantrum and the parents come running. These behaviours are not the norm in the group, it is the abnormal. The extremely rare.
In the last two years, I ask you again - What constructive ACTION has your family taken to make this situation better, other than complain. I have tried extensively to work with her in many different ways. But her behaviour is so erratic that she is like a volcano waiting to explode at any moment. Her relationship with others in the group follows a similar pattern.
Whilst I see that you are trying to think of a solution by her working with a different coach, you continue to fail to see that the problem can not be run away from because it comes down to XXXXX lack of boundaries, her failure to understand what is acceptable and normal behavoiur and what is required of her to be successful.  Success doesn´t come easily. Also it is clear that from all the evidence I have provided over the last two years, as to what is required, that you / your family have not taken it on board correctly or tried to educate yourself better. You have misinterpreted the information and not sought clarification or done further research and provided solid evidence to refute my claims, if any can be found. Changing to another coach is running away from the issue rather than addressing the issue.
In trying to find solutions to coach XXXXX I have spoken extensively to her previous coaches and those coaches who have worked with her on Landslið projects and also coaches who have worked with your older children, as well as some of her teachers from school. They all say the same thing. XXXXX is a perfectionist, stubborn but finds changed difficult and can display erratic and sometimes anti social behaviour. She sometimes has difficulty communicating with her peers and listening to instruction. A number of coaches have said that this behaviour was also exhibited by your oldest daughter but not so much your son. Why have I asked these people for advice? Because I am trying to make it work.
Again, I ask you, what has YOUR family done, other than threaten that she will quit, complain and gossip. What positive action have you taken to help change XXXXX erractic behaviour in order to help her succeed in ( .........)????
If you truly believe you as a family have done everything to help improve XXXXX ability to function in this group, then I suggest the only option for you is to find another coach. But as far as I can see, nothing has changed in your family over the last two years to help improve the situation so therefore nothing has got better. 
If you try to do something the same way over and over again, and expect a different result... well we all know the answer to that question. 
I look forward to you bringing to the table a solid plan for her to remain part of her current squad, then try to make that work before you again run away from the situation.
Nothing has got better for two years according to the conversation last night, but in these circumstances, it takes two to tango, and the statistics of how happy I´m making the group are not in your favour when placing blame.
 
I hope we can come to some kind of agreement on how to move forwards. 
I truly appreciate the time spent last night and hope you will not take this email negatively.
I want to find away forwards, but I am putting the ball now firmly in your court.
Until I see your family try harder to make this better, I am all out of ideas. 
Best Regard
XXXXX BSR BBus DUX Silver Licence Coach Head Coach XXXXX
Hérna má sjá brot úr bréfi sem hann sendi daginn eftir:
XXXXX I´m not going to disclose all of the names, but the list is extensive - a large list. Let me put it this way. Most people, who are in the loop, think your family is being unreasonable right now. I´m quite willing to let a larger audience know this if you continue to act in such a reckless manner, choosing to try and bring more and more people into your point of view, which is based on nothing but the word of a teenage girl who is known by many to be difficult.
I do not need or seek you approval. I have only ever acted in a professional manner. I have done nothing wrong. I will defend myself at the highest level if you continue to ruin my name publicly.
Þessa afsökunarbeiðni fengum við nákvæmlega einum mánuði eftir að hann sendi okkur fyrra bréfið, og það var ekki að hans eigin frumkvæði sem hann sendi hana, honum var skipað að gera það:
XXXXX and XXXXX
It has been made aware to me that you may have taken some offense to the email I sent regarding moving forwards. This was not the intention as specified in the email and I apologize if offense was taken. I hope that we can move on from here in the interests of your daughters.
RegardsXXXXX
Hérna er dæmi um hvernig fólk talar um að hagur barna skuli hafður að leiðarljósi, þetta er fundargerð af fundi deildar félagsins og aðalstjórnar félagsins, haldinn 6. nóv. 2012, þar sem mál dóttur minnar var til umræðu:
Fundarefni: Óánægja foreldra iðkenda vegna framkomu þjálfara í garðs iðkandans. XXXXX setti fund og bauð stjórnarmenn deildar velkomna til fundar og skýrði tilefni fundarins sem er óánægja foreldra eins iðkanda sem er að æfa undir stjórn XXXXX. XXXXX gaf síðan orðið yfir til formanns deildarinnar.
XXXXX og XXXXX fóru yfir samskipti þjálfara og iðkenda og málið í heild sinni. Aðrir stjórnarmenn deildarinnar eru sammála um hvernig málið er vaxið. XXXXX segir að ýmislegt hafi verið gert til að leysa málið.XXXXX sagði að stjórnin hafi sett af stað könnun innan foreldra iðkenda um afstöðu þeirra til þjálfarans og starfsins ásamt ýmsu öðru. Könnunina er að finna á heimasíðu félagsins.XXXXX þakkar fyrir góða yfirferð á málinu og gefur orðið laust.
Umræður um samskipti stjórnar og þjálfara, en það kom fram að stjórnin hefur farið yfir þessi mál með þjálfaranum. Málið rætt frá hinum ýmsu hliðum og hvaða möguleikar væru í stöðunni.Fundarmenn sammála því að það eigi alltaf að hafa hag iðkenda í fyrirrúmi.
Eftir þessa yfirferð á málinu þá lýsti aðalstjórn því yfir að deildin hafi fullt traust aðalstjórnar.XXXXX óskar deildinni velferðar í þessu erfiða máli
Fleira lá ekki fyrir fundinum og þakkaði XXXXX fundarmönnum fyrir komuna og sleit fundi.
Þetta er rauði þráðurinn úr samkomulagi sem gert var á milli aðila 26. nóv. 2012 um að leggja niður ágreining. Við áttum von á því að allir aðilar fengju þá hreinan skjöld en þegar á reyndi þá var þjálfarinn hvítþveginn, stjórnin hvítþvegin en dóttir mín átti að þurfa að vinna sér inn rétt til að fá að æfa með hópnum sínum aftur:
Að vel ígrunduðu máli eru aðilar sammála um að leggja niður allan þann ágreining sem uppi hefur verið milli aðila. Undirritaðir aðilar heita því að sýna hvert öðru fullkomna kurteisi og heilindi í öllum samskiptum varðandi viðkomandi iðkanda sem og öll þau mál sem tengjast starfinu með einhverjum hætti.
Öll ágreiningsmál hafa því verið sett til hliðar og allir hlutaðeigandi eru sammála um að málinu sé lokið og nú verður horft fram á veginn með hagsmuni allra iðkenda og greinarinnar að leiðarsjósi.
Þó að flestir hafi verið ánægðir með þjálfarann á þessum tíma skv. skoðanakönnun, þá finnst mér það ekki réttlæta það sem gerðist, og kemur þessu máli bara ekkert við. Það er helvíti hart ef hann þurfi að níðast á meirihluta iðkenda til að gripið verði í taumana.

Málinu var vísað til óháðs aðila, Ráðgjafahóps Æskulýðsvettvangsins (ÆV), sem skilaði af sér í maí 2013 og til að gera langa sögu stutta þá segir í lokaorðum um dóttur mína
[...]að fram hafi komið hjá þjálfaranum að hún hafi ekki verið samvinnuþýð, ekki farið eftir fyrirmælum og hegðun hennar hafi verið allt að andfélagsleg á köflum. Það er mat Ráðgjafahópsins að sú hegðun XXXXX (dóttur minnar) sem lýst er og sé hún rétt, megi að miklu leyti rekja til vanlíðunar og óöryggis í samskiptum við XXXXX (þjálfarann). Ekki er ósennilegt að hér sé að einhverju leyti um að ræða birtingarmynd unglings sem er að reyna að standa vörð um eigin sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Það sem XXXXX (dóttir mín) getur bætt hjá sér er að standa með sjálfri sér, tjá líðan sína og fara eftir fyrirmælum sem sett eru fram.
Og um þjálfara segir:
[...]að það sé mat Ráðgjafahópsins að þjálfarinn hafi farið út fyrir þann ramma sem honum er ætlað að vinna innan er varða samskipti. Gera má athugasemdir við framkomu hans, viðmót og almenn samskipti við þau ungmenni sem hópurinn hefur aflað sér upplýsinga frá. Ennfremur við efni tölvupósts er hann sendi foreldrum XXXXX og baðst síðar afsökunar á.
Einnig er það mat hópsins að stjórnin hefði átt að grípa strax inn í er kvartanir bárust og skoða málið frá hlutlausu sjónarmiði. Þau hafi ekki hlustað nægjanlega skýrt á rödd iðkanda og foreldra.
Ennfremur fylgdu leiðbeiningar til stjórnar í 4 liðum um hvað betur mætti fara, sem sýnir augljóslega að ekki var allt með felldu. Ég var nokkuð sáttur að lesa þessar niðurstöður, þær halla mikið frekar á þjálfarann og stjórn heldur en dóttur mína. Það kemur einnig fram í skýrslunni að hópurinn telur að það hafi ekki endilega verið ætlun eða ásetningur þjálfarans að haga sér svona. Ég veit ekki hvort er verra, að gera eitthvað rangt óvart eða gera eitthvað rangt og átta sig bara ekki á því.

Stjórnin kaus að túlka þetta þannig að þjálfarinn hafi ekki gert neitt rangt, af því að það var ekki ætlun eða ásetningur. Þegar ég hafði ekkert heyrt frá stjórninni í 10 daga eftir birtingu hafði ég samband við hana til að forvitnast um viðbrögð. Þau voru eins og að framan er lýst, tóku þessi 4 atriði til sín og búið. Þjálfarinn er enn við störf og allir sitja enn í stjórn. Þau hreykja sér af því að hafa unnið þetta mál af sanngirni og heiðarleika (með hag dóttur minnar að leiðarljósi auðvitað en ég vil meina að þjálfarinn og meirihluti iðkenda hafi verið í forgangi. Ég átta mig alveg á því að starfið hefði allt farið úr skorðum hefði þjálfarinn verið látinn víkja, þess vegna kom það aldrei til greina af þeirra hálfu).

Við höfðum samband við Barnaverndarnefnd og röktum málið og vorum alls ekkert að fara fram á að hún rannsakaði þetta mál, ÆV var búinn að því. Við vorum að reyna að benda á að þjálfarinn hefði brotið á dóttur okkar. Það hlyti að koma nefndinni við. Í kjölfarið sendi nefndin stjórninni bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvernig stjórnin hafi brugðist við skýrslu ÆV, því nefndin telur mikilvægt að börn njóti ávallt vafans þegar kemur að því að vinna með líðan þeirra og hag.

Það er skemmst frá því að segja að nefndin hitti fulltrúa stjórnar og eftir þann fund fengum við bréf frá nefndinni þar sem hún segist ekki munu aðhafast neitt frekar í málinu þar sem hún telur sig hafa viðeigandi upplýsingar frá stjórninni og allt bendir til þess að hún hafi lagt sig fram í að endurskoða verklag sitt til að mæta þörfum iðkenda.

Ég verð bara að segja að ég varð hissa á viðbrögðum nefndarinnar vegna þess að þó að stjórnin hafi farið að ráðum skýrsluhöfunda þá gagnast þær aðgerðir dóttur minni akkúrat ekki neitt (né öðrum krökkum sem hafa lent upp á kant við þjálfarann og hætt, takið eftir það eru fleiri krakkar), hún er alveg jafn mikið hætt að æfa og látin bera ábyrgðina algjörlega ein og nefndin virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því að þjálfarinn gæti hafa gerst brotlegur gagnvart dóttur minni. Það er bara eins og flestir trúi því að þessi maður hafi ekki og geti ekki gert neitt rangt. Jákvæðar skoðanakannanir um þjálfarann innan deildarinnar koma þessu máli bara ekkert við.

Málið rataði til ÍSÍ í formi kæru og allan tímann var þjálfarinn við störf, annað kom aldrei neitt til greina, eitt af kæruatriðunum var þetta með upplýsingarnar um dóttur okkar frá fyrrum kennurum hennar, mér lék mikil forvitni á að vita hvernig dómarinn ætlaði að taka á því. Til að gera langa sögu stutta þá vísaði hann málinu frá á grundvelli þess að kærufrestur væri útrunninn og kom sér þar með snilldarlega hjá því að taka nokkuð á kærunni. Ég veit til þess að dómarinn lét þessi fleygu orð „þið skuluð leggja mikla áherslu á að láta vísa málinu frá“  falla þegar hann talaði við einstakling í síma og hélt greinilega að hann væri að tala við stjórnarmeðlim en það var einstaklingur sem var að reyna að tala okkar máli. Það lítur út fyrir að hann hafi verið búinn að mynda sér ákveðna skoðun á þessu máli áður en hann kvað upp endanlegan dóm. Ég veit að stjórnin túlkar þessa niðurstöðu þannig að málið sé búið en í mínum huga hafa þau ekki verið hreinsuð af einu eða neinu. Í mínum augum er svartur blettur á þeirra starfi.

Við sendum skólamálayfirvöldum í bænum fyrirspurn þar sem við spurðum hvernig það megi vera að þjálfarinn hafi fengið uppl. um dóttur okkar í skólanum sem hún var í. Svarið sem barst okkur er mjög skýrt, það kannast enginn við að hafa gefið honum slíkar upplýsingar en þar með virðist málið bara vera dautt því afleiðingarnar eru engar fyrir hann og hann þurfti ekki að svara fyrir fullyrðingar sínar.

Við settum okkur í samband við blaðamann staðarblaðs og hann kynnti sér málið aðeins. Hann var ekki tilbúinn að fjalla um þetta mál og rökstuddi það, en mér fannst hann hitta naglann snilldarlega á höfuðið í lokin þegar hann segir að af skýrslunni (ÆV) að dæma sé það augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis í starfi þjálfarans.

Þetta er í fyrsta sinn sem dóttir okkar lendir upp á kant við þjálfara sinn og hún hefur bara fengið góðan vitnisburð frá kennurum sínum í gegnum tíðina.  En þjálfarinn segir að það séu margir sem finnist hún erfið, án þess þó að gefa mér nokkur nöfn. Og það er svo merkilegt að þó hún og þjálfarinn væru ekki sátt þá leið ekki á löngu þar til næstum allir krakkarnir voru farnir að hunsa hana, og hvernig skyldi nú standa á því?

Þetta er í grófum dráttum það sem við fjölskyldan höfum þurft að glíma við í næstum tvö ár og er þessi birting ekki tæmandi.